Á döfinni
Eurimages auglýsir eftir sérfræðingum á sviði samframleiðslu
Hjá Evrópska kvikmyndasjóðnum, Eurimages, starfar hópur sérfræðinga, frá öllum aðildalöndum sjóðsins, við mat á umsóknum um styrki til samframleiðslu.
Ráðið er í hópinn til þriggja ára í senn. Starfandi hópur ráðgjafa var ráðinn 2022-2024 og því komið að endurnýjun fyrir tímabilið 2025-2027.
Umsækjendur þurfa meðal annars að sýna fram á víðtæka reynslu af alþjóðlegri kvikmyndagerð og samframleiðslu á leiknum kvikmyndum og heimildarmyndum, ætluðum til sýninga í kvikmyndahúsum.
Nánari upplýsingar um hæfniskröfur má finna í auglýsingu Eurimages .
Sótt er um í gegnum umsóknargátt Eurimages. Umsóknarfrestur er til 8. október 2024.