Um KMÍ
Á döfinni

23.3.2022

Ferðamennska og kvikmyndagerð á Íslandi

Dagskrá um tengsl kvikmynda og sjónvarpsefnis við ferðamennsku á Íslandi fer fram í Bíó Paradís föstudaginn 25. mars klukkan 15:00. Þar verður bókin Iceland on Screen, eftir Wendy Mitchell, kynnt og boðin gestum.

Wendy Mitchell er fréttaritari Screen International á Norðurlöndum og hefur starfað sem ritstjóri og blaðamaður um langt skeið, fyrir miðla eins og Entertainment Weekly, indieWire og Rolling Stone. Iceland on Screen er hennar þriðja bók.

DAGSKRÁ

  • Wendy Mitchell segir frá bókinni Iceland on Screen.
  • Katarzyna Maria Dygul, verkefnastjóri markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, fjallar um mælingar á áhrifum kvikmynda og sjónvarpsefnis á ákvörðun ferðamanna sem koma til landsins.
  • Þorleifur Þór Jónsson, verkefnastjóri útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu, ræðir hvernig kvikmyndir eru nýttar í kynningum gagnvart ferðaheildsölum.
  • Guðrún Þórisdóttir, markaðsstjóri hjá Gray Line, segir frá skipulögðum ferðum á Íslandi tengdum kvikmyndum og sjónvarpsefni.
  • Sigríður Rósa Bjarnadóttir, formaður Félags kvikmyndagerðamanna, talar um gildi framangreindra verkefna fyrir hinn almenna kvikmyndagerðamann.

Boðið verður upp á léttar veitingar og gestir fá eintak af bókinni Iceland on Screen.

Kvikmyndamiðstöð Íslands, Íslandsstofa og Félag kvikmyndagerðarmanna standa fyrir dagskránni.