Um KMÍ
Á döfinni

17.9.2024

Framlög til kvikmyndamála í fjárlagafrumvarpi 2025

Í frumvarpi til fjárlaga árið 2025 kemur fram að áætluð framlög úr ríkissjóði til kvikmyndamála fyrir næsta ár verði 7.213,7 m.kr. Þar af muni framlög til Kvikmyndasjóðs nema 1.023,1 m.kr. Í fjárlögum ársins 2024 var framlagið 1.114,3 m.kr. Breytingarnar skýrast annars vegar af því að tímabundin fjárheimild að upphæð 113 m.kr. sem kom inn í ramma sjóðsins árið 2024 er að ganga til baka og þess í stað er að koma varanleg fjárheimild að upphæð 100 m.kr., og hins vegar af kröfu um aukið aðhald í ríkisfjármálum.

Þá hækkar fjárheimild til endurgreiðslna vegna kvikmyndargerðar um 3.569,1 m.kr. á milli ára en í frumvarpi til fjárlaga 2025 nemur áætluð fjárheimild 6.063 m.kr. en var 2.493,9 m.kr. árið 2024.

Fréttatilkynningu um framlög til menningarmála í fjárlagafrumvarpi 2025 má lesa á vef Stjórnarráðs Íslands.