Um KMÍ
Á döfinni

2.7.2025

Fjöldi íslenskra kvikmynda á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gimli

Sex íslenskar kvikmyndir verða sýndar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gimli í Manitoba í Kanada, hátíðin fer fram undir lok júlí.

Myndirnar sem sýndar verða eru Ljósbrot, í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar, Snerting í leikstjón Baltasars Kormáks, Ljósvíkingar í leikstjórn Snævars Sölvasonar og Einskonar ást í leikstjórn Sigurðar Antons Friðþjófssonar, einnig sýndar. Þá verða einnig heimildamyndirnar Jörðin undir fótum okkar, í leikstjórn Yrsu Roca Fannberg, og Strengur, í leikstjórn Göggu Jónsdóttur, sýndar.

Kvikmyndahátíðin í Gimli var stofnuð árið 2001. Íslensk kvikmyndagerð hefur þar verið í hávegum höfð, enda böndin milli Íslands og Manitoba sterk, þar sem stór samfélög fólks af íslenskum uppruna búa.