Um KMÍ
Á döfinni

3.9.2021

Fjórar íslenskar myndir sýndar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Helsinki

Fjórar íslenskar myndir verða sýndar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Helsinki, Love & Anarchy, sem fer fram dagana 16. – 26. september næstkomandi.

Kvikmyndin Alma eftir Kristínu Jóhannesdóttur verður sýnd í dagskrá hátíðarinnar sem sýnir þær myndir sem tilnefndar eru til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna, en Alma er framlag Íslands til verðlaunanna.

Heimildamyndin Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson verður sýnd sem hluti af flokknum Hear me Roar! þar sem sögur af hugrekki og það að finna eigin rödd eru sagðar.

Þá eru stuttmyndirnar Eggið eftir Hauk Björgvinsson og Allir hundar deyja eftir Ninnu Pálmadóttur sýndar í stuttmyndahlutanum Family Ties á hátíðinni.

Allar nánari upplýsingar um kvikmyndahátíðina í Helsinki má finna hér