Um KMÍ
Á döfinni

17.3.2025

Floria Sigismondi heiðursgestur Stockfish 2025

Floria Sigismondi er heiðursgestur kvikmynda- og bransahátíðarinnar Stockfish, sem fer fram 3.-13. apríl í ár.

Í tilkynningu hátíðarinnar segir að verk hennar sameini fagurfræði málaralistarinnar, súrrealisma og nákvæmlega útfærða heima. Hún hafi hlotið alþjóðlega viðurkenningu á sviði tónlistarmyndbanda, ljósmyndunar, kvikmynda og auglýsinga.

Hvað kvikmyndir varðar skrifaði og leikstýrði Floria hinni vinsælu költ-klassík The Runaways, með Kristen Stewart og Dakota Fanning í aðalhlutverkum, auk þess sem hún leikstýrði The Turning, yfirnáttúrulegri hryllingsmynd sem framleidd var af Amblin, fyrirtæki Stevens Spielbergs. Í sjónvarpi hefur hún leikstýrt þáttum af The Handmaid's Tale og American Gods

Hægt er að kynna sér Floriu Sigismondi frekar á vef Stockfish.