Um KMÍ
Á döfinni

12.9.2023

Framlög til kvikmyndamála í fjárlagafrumvarpi 2024

Í fréttatilkynningu menningar- og viðskiptaráðuneytis kemur fram að áætluð framlög til kvikmyndamála samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 verði 3.915,6 m.kr. Þar af muni framlög til Kvikmyndasjóðs nema 1.114,3 m.kr. Í fjárlögum ársins 2023 var framlagið 1.288,9 m.kr. Breytingarnar skýrist annars vegar af því að tímabundinni hækkun á framlagi til að standa undir fjármögnun verkefna sem þegar höfðu hlotið vilyrði til framleiðslustyrkja úr Kvikmyndasjóði falli niður og hins vegar af kröfu um aukið aðhald í ríkisfjármálum.

Fréttatilkynninguna má lesa í heild á vef Stjórnarráðs Íslands .