Um KMÍ
Á döfinni

11.10.2022

Friðrik Þór í heiðurssæti á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck

Norrænir kvikmyndadagar í Lübeck fara fram í 64. sinn dagana 2.-6. nóvember Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður, tekur þar við heiðursverðlaunum og verða fimm kvikmyndir eftir hann sýndar á hátíðinni.

„Friðrik hefur framar öðrum sett svip sinn á nýja íslenska kvikmyndagerð. Nærri allar myndir hans hafa verið sýndar á Norrænum kvikmyndadögum [í Lübeck] og hefur hann unnið til þrennra verðlauna á hátíðinni. Það er okkur mikið gleðiefni að bjóða hann velkominn til Lübeck og veita honum þessi heiðursverðlaun,“ segir Thomas Hailer, listrænn stjórnandi hátíðarinnar.

Myndir Friðriks sem sýndar verða á hátíðinni eru Börn náttúrunnar, Bíódagar, Á köldum klaka, Englar Alheimsins og Mamma Gógó.

Frekari upplýsingar má finna á vef hátíðarinnar.