Á döfinni
Fullt hús frumsýnd
Kvikmyndin Fullt hús verður frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum í dag, 26. janúar.
Myndin segir frá kammersveit í kröggum sem grípur til örþrifaráða svo hægt sé að halda góða tónleika. Heimsfrægur sellóleikari er ráðinn til að spila með þeim en hans innri maður er ekki eins glansandi fínn og hans opinbera persóna. Sellóleikarinn spillir sveitinni allri og dregur þau enn neðar í svaðið.
https://www.youtube.com/watch?v=lgupIsbMTMw
Leikstjóri og handritshöfundur er Sigurjón Kjartansson. Helstu leikarar eru Helga Braga Jónsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Ilmur Kristjánsdóttir og Halldór Gylfason. Framleiðendur eru Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson.