Um KMÍ
Á döfinni

30.10.2017

Fundur KMÍ með kvikmyndagerðarfólki í samvinnu við Bíó Paradís

Fundur KMÍ með kvikmyndagerðarfólki í samvinnu við Bíó Paradís- Samkomulag um stefnumörkun, hvernig miðar ári síðar?


Kvikmyndamiðstöð Íslands í samvinnu við Bíó Paradís býður kvikmyndagerðarfólki til fundar 7. nóvember frá kl. 16-18.

Á fundinum verður fjallað um stöðu Kvikmyndasjóðs og helstu verkefna í ljósi samkomulags og hvernig hefur miðað frá undirritun fyrir réttu ári síðan.

Samkomulagið má finna á heimasíðu KMÍ.

Eftir kynningu mun Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri Bíó Paradísar, stýra umræðum.

Boðið verður upp á kaffi á fundinum auk þess sem gleðistund er á barnum að fundi loknum.