Um KMÍ
Á döfinni

1.10.2024

Gísli Snær Erlingsson skipaður í stjórn NFTVF

Norræna ráðherranefndin hefur skipað nýja stjórnarmenn Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins.

Gísli Snær Erlingsson, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, tekur sæti í stjórn sjóðsins fyrir hönd íslenskra hagaðila. Hann tekur við af Sigurrós Hilmarsdóttur, sem lét af störfum sem framleiðslustjóri Kvikmyndamiðstöðvar í júlí.

Charlotta Denward tekur sæti í stjórn sjóðsins fyrir hönd sænskra hagaðila. Charlotta er framleiðslustjóri Sænsku kvikmyndastofnunarinnar og tekur við af Lenu Glaser, sem lét af störfum hjá stofnuninni í júní.

Yfirlit yfir stjórn Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins er að finna á vef sjóðsins.