GRAND MARIN valin til keppni á San Sebastian hátíðinni
Grand Marin, frönsk/íslensk/belgísk kvikmynd eftir Dinara Drukarova, hefur verið valin til þátttöku í New Directors keppni hinnar virtu San Sebastian hátíðar. San Sebastian hátíðin er ein af fáum svokölluðum „A“ kvikmyndahátíðum í heiminum og fer fram í Donostia-San Sebastián á Spáni frá 16. – 24. september.
Grand Marin segir frá Lili sem ákveður að elta sinn helsta draum sem er að vinna á togara. Karllægur heimur þar sem hún þarf að horfast í augu við ótta og nátturuöflin. Dinara Drukarova fer með aðalhlutverk í myndinni en Björn Hlynur Haraldsson og Hjörtur Jóhann Jónsson eru á meðal íslenskra leikara í myndinni.
Grand Marin er væntanleg í Bíó Paradís í haust og framleiðendur eru Marianne Slot og Carine LeBlanc hjá franska framleiðslufyrirtækinu Slot Machine. Íslenskir meðframleiðendur eru Benedikt Erlingsson og Davíð Óskar Ólafsson.
Allar nánari upplýsingar um San Sebastian hátíðina má finna hér.