Um KMÍ
Á döfinni

23.12.2024

Guðaveigar frumsýnd á annan í jólum

Kvikmyndin Guðaveigar verður frumsýnd á Íslandi 26. desember.

Myndin segir frá fjórum prestum sem halda til Rioja á Spáni til að finna messuvín í betri gæðum en þekkst hefur á Íslandi hingað til. Þeir eru svo uppteknir við vinnu sína og smakkið að þeir missa af kraftaverkunum sem gerast allt í kringum þá.

https://www.youtube.com/watch?v=A6plCJ6HQr8

Leikstjórar og handritshöfundar eru Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson. Þeir framleiða einnig myndina.

Með aðalhlutverk fara Hilmir Snær Guðnason, Vivian Ólafsdóttir, Halldór Gylfason, Þröstur Leó Gunnarsson, Sverrir Þór Sverrisson.