Um KMÍ
Á döfinni

8.11.2021

Hækkum rána hlýtur tvenn verðlaun á Filem'On í Belgíu

Hækkum rána, heimildamynd í leikstjórn Guðjóns Ragnarssonar hlaut tvenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátðinni Filem'On sem fór fram í Belgíu dagana 27. október - 6. nóvember. Hækkum rána var valin besta myndin af bæði aðal dómnefnd hátíðarinnar og einnig af dómnefnd skipuð börnum á aldrinum 8-13 ára. 

Hækkum rána trailer

Heimildamyndin fjallar um réttindabaráttu 8-13 ára stúlkna sem vilja breyta viðmiðum í kvennakörfu á Íslandi og eru þjálfaðar af óvenjulegum þjálfara sem hækkar í sífellu rána. Myndin er framleidd af Margréti Jónasdóttur fyrir Sagafilm og meðframleidd af Outi Rousu fyrir finnska framleiðslufyrirtækið Pystymetsä Oy.