Um KMÍ
Á döfinni

9.3.2023

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson frumsýnir Northern Comfort á South by Southwest

Northern Comfort, nýjasta kvikmynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, verður frumsýnd á kvikmynda- og tónlistarhátíðinni South by Southwest í Austin í Texas 12. mars. 

Northern Comfort er gamanmynd sem fjallar um hóp fólks á flughræðslunámskeiði í London þar sem lokaáfanginn er flugferð til Íslands. Ferðinni lýkur með ósköpum og þegar fjölskrúðugur hópurinn verður strand á Íslandi neyðist hann til að horfast í augu við eigin ótta og vinna saman til að ná á ný flugi.

https://vimeo.com/802019103/adf02b9420?embedded=true&source=video_title&owner=3187017

Þetta er fjórða leikna kvikmyndin í fullri lengd sem Hafsteinn Gunnar leikstýrir, en handritið skrifar hann ásamt Halldóri Laxness Halldórssyni og Tobias Munthe. Meðal aðalleikara eru Lydia Leonard, Timothy Spall, Sverrir Guðnason, Ella Rumpf, Simon Manyonda, Rob Delaney og Björn Hlynur Haraldsson.

South by Southwest stendur yfir frá 10.-19. mars. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á vef hennar.