Um KMÍ
Á döfinni

15.9.2022

Hallur Örn Árnason í dómnefnd á Nordisk Panorama

Stutt- og heimildamyndahátíðin Nordisk Panorama fer fram í 33. skipti dagana 22.-27. september í Malmö í Svíþjóð. Nordisk Panorama er helsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum og sýnir eingöngu myndir eftir norræna kvikmyndagerðarmenn.

Veitt eru verðlaun í sex flokkum, þar á meðal fyrir björtustu vonina (New Nordic Voice Award) en þar situr Hallur Örn Árnason, framleiðandi og einn stofnenda heimildamyndahátíðarinnar IceDocs, í þriggja manna dómnefnd. Með honum sitja Barbara Orlicz, sem er yfir dagskrárdeild kvikmyndahátíðarinnar í Kraká í Póllandi, og Cecilie Debell, leikstjóri og bjartasta vonin á Nordisk Panorama árið 2021.

Sex íslenskar myndir keppa til verðlauna á Nordisk Panorama í ár og þrjú íslensk verkefni í vinnslu taka þátt í Forum-hluta hátíðarinnar.