Um KMÍ
Á döfinni

7.9.2023

Heather Millard tilnefnd til verðlauna Nordisk Panorama

Heather Millard er á meðal fimm framleiðenda sem tilnefndir eru til nýstofnaðra verðlauna Nordisk Panorama, sem helguð eru framleiðendum heimildamynda á Norðurlöndum.

Heather hefur verið mikilvirkur framleiðandi íslenskra kvikmynda síðan 2009. Samtök kvikmyndaleikstjóra á Íslandi koma að tilnefningunni og nemur verðlaunaféð 10.000 evrum. Meðal heimildamynda sem hún hefur framleitt eru Band, Of Good Report og Garn.

Tilkynnt verður um hvaða framleiðandi hlýtur verðlaunin 26. september, við hátíðlega athöfn í Malmö i Svíþjóð.