Á döfinni
Heimildamyndaveisla Skjaldborgar og IceDocs
Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda og IceDocs alþjóðleg heimildamyndahátíð á Akranesi, í samstarfi við Bíó Paradís og heimildamyndavinnusmiðju SKL og Yrsu Roca Fannberg, bjóða til heimildamyndaveislu 14. september.
Sýndar verða verðlaunamyndir frá báðum hátíðunum í ár, auk meistaraspjalls og pallborðsumræðna.
Allar myndir eru sýndar með enskum texta og hægt er að nálgast dagskrá á vef Bíós Paradísar.