Um KMÍ
Á döfinni

3.11.2025

Heimildamyndin Frá ómi til hljóms frumsýnd

Heimildamynd Ásdísar Thoroddsen, Frá ómi til hljóms, verður frumsýnd í Bíó Paradís 4. nóvember kl. 19:00.

Ásdís ræðir um myndina við Ásgrím Sverrisson, kvikmyndagerðarmann, að lokinni sýningu.

Myndin segir frá Sveini Þórarinssyni amtskrifara, sem hélt dagbók frá unglingsaldri þar til hann lést. Dagbókarfærslur hans, sem lúta að tónlist, eru leiðarstef í kvikmyndinni, sem fjallar um breytinguna sem varð í íslensku tónlistarlífi á 19. öld þegar ný hljóðfæri, nýjar tóntegundir og sönglög bárust frá meginlandinu.

Frá ómi til hljóms var frumsýnd á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, fyrr á árinu.