Heimildamyndin Silence of Reason sýnd í Bíó Paradís í samstarfi við IceDocs
Heimildamyndin Silence of Reason , í leikstjórn Kumjana Novakova, verður sýnd í Bíó Paradís 5. maí kl. 19. Sýningin er haldin í samstarfi við heimildamyndahátíðina IceDocs, þar sem myndin hlaut aðalverðlaun 2024, og Ljósmyndadaga á Seyðisfirði. Leikstjórinn, Kumjana Novakova, verður viðstödd og svarar spurningum gesta eftir sýninguna.
Silence of Reason flæðir áfram eins og endurminning sem ferðast án umgjarðar í allar áttir. Myndin er unnin upp úr myndefni úr réttarskjalasafni og vitnisburðum um ofbeldi og pyntingar kvenna í Foča-fangabúðunum í Bosníu-Hersegóvínu. Reynsla kvennanna verður að sameiginlegu minni sem klýfur tíma og rúm.
Kumjana Novakova fæddist í fyrrum Júgóslavíu og hefur unnið að kvikmyndagerð og myndlist síðan 2006. Hún stundaði nám í menningar- og félagsfræði ásamt alþjóðasamskiptum í Sofíu, Sarajevo, Bologna og Amsterdam.
Novakova er einn stofnenda kvikmyndahátíðarinnar Pravo Ljudski í Sarajevo og var forstöðumaður kvikmyndadeildar Nútímalistasafnsins í Skopje 2018 til 2021.
Verk hennar hafa verið sýnd á kvikmyndahátíðum og söfnum um allan heim.
Heimildamyndin Disturbed Earth (2021) sem hún leikstýrði ásamt G.C. Candi var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Silence of Reasons hefur unnið til tuga verðlauna og verið sýnd um allan heim á helstu heimildahátíðum og stofnunum á borði við MOMA og Tate Gallery.
Kumjana býr og starfar í Norður-Makedóniu, milli Sarajevo og Skopje.