Heimsókn frá ungmennaráði EFA í Melaskóla
Melaskóli var einn þeirra átta skóla sem tóku þátt í dómnefnd ungra áhorfenda (EFA Young Audience Award) 13. nóvember í Bíó Paradís.
Heimildamyndin Animal varð hlutskörpust sem besta evrópska myndin fyrir börn og ungmenni. Myndin fjallar um hlýnun jarðar og þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í umhverfismálum.
Föstudaginn 9. desember heimsóttu Raluca, Ahmad og Vilhjálmur, sem veittu verðlaun fyrir sjálfbærni á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum, skólann og ræddu við krakkana sem tóku þátt í dómnefndinni um myndina og sjálfbærni.
Raluca og Ahmad eru meðlimir í ungmennaráði EFA og talsmenn European Film Club sem ætlaður er ungmennum á aldrinum 12-19 ára.
Með í för var kvikmyndatökuteymi frá EFA en það stendur til að gera myndband um heimsóknina.