Um KMÍ
Á döfinni
  • Helga Arnardóttir.

30.6.2022

Helga Arnardóttir valin til þátttöku í vinnustofu Nordisk Film & TV Fund

Níu norrænir handritshöfundar og þrír framleiðendur taka þátt í vinnustofu Nordisk Film & TV Fond, sem hefur göngu sína í fyrsta sinn í haust. Sjóðnum bárust 57 umsóknir frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Tólf voru valin til þátttöku, þar á meðal Helga Arnardóttir, fjölmiðlakona og handritshöfundur.

Þátttakendur leggja fram verkefni sem þróað verður áfram í þremur áföngum, í Osló í Noregi um miðjan september, í Gautaborg í Svíþjóð í byrjun febrúar 2023 og í Helsinki í Finnlandi í júní 2023. Leiðbeinendur eru þaulreyndir leikstjórar, handritshöfundar og framleiðendur, þau Margrete Soug Kåset (Mammon 2, Monster, Himmelblå), Adam August (Follow the Money 3, Cry Wolf) og Maria Clauss (All That is Left, Beartown, Top Dog 2).

Verkefni Helgu ber heitið Tinnitus og er glæpaþáttaröð sem fjallar um blaðamann sem rannsakar líkfund á Vestfjörðum og tengsl hans við röð mannshvarfa sem nær yfir áratugaskeið.