Um KMÍ
Á döfinni

23.6.2023

Helgi Jóhannsson valinn í Nordic Script 2023

Helgi Jóhannsson er á meðal ellefu handritshöfunda frá Norðurlöndum sem taka þátt í Nordic Script, vinnustofu sem Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn stendur fyrir í Osló, Gautaborg og Helsinki 2023 og 2024.

Helgi hefur starfað við gerð kvikmynda-, sjónvarpsþátta- og auglýsinga í um 15 ár. Hann hefur leikstýrt um 30 tónlistarmyndböndum og komið að gerð þáttaraða sem teknar hafa verið upp á Íslandi og í Færeyjum.

Verkefnið sem leggur fram í vinnustofunni er handrit að kvikmynd í fullri lengd, sem ber heitið Tvær stjörnur. Myndin byggir á lífi höfundar og segir frá ástarsambandi í skugga geðsjúkdóma.

Vinnustofan er þrískipt og fer fram í Noregi, á Seriedagene-hátíðinni í Osló dagana 25.-29. september, á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í janúar 2024 og í Helsinki um miðjan júní 2024. Auk þess býðst þátttakendum að taka þátt í meistaraspjalli í Árósum í Danmörku á Aarhus Festival í nóvember.

Yfir 60 umsóknir voru lagðar fyrir Nordic Script í ár, frá öllum Norðurlöndum.