Um KMÍ
Á döfinni

1.9.2025

Hinsegin kvikmyndahátíð í Bíó Paradís

Icelandic Queer Film Festival verður haldin í fyrsta sinn dagana 4. til 7. september í Bíó Paradís. Hátíðin markar þrjátíu ár frá því að fyrsta hinsegin kvikmyndahátíðin fór fram á Íslandi og í fókus verða kvikmyndir sem endurspegla veruleika, áskoranir og bakslag í mannréttindabaráttu trans fólks.

https://www.youtube.com/watch?v=K7HvvmFPyks

Dagskrá hátíðarinnar býður upp handvaldar heimildamyndir og leiknar myndir sem bæði hafa haft mikil áhrif í kvikmyndasögunni en einnig spánýjar sögur sem nú rata á hvíta tjaldið.

Hátíðin er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, Reykjavíkurborg og Barnamenningarsjóði.

Hægt er að nálgast upplýsingar um dagskrá á miðasöluvefnum tix.is .