Um KMÍ
Á döfinni

29.6.2017

Hjartasteinn hefur unnið til 37 alþjóðlegra verðlauna

Mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, Hjartasteinn, heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. Myndin vann á dögunum til ferna verðlauna og hefur nú hlotið alls 37 alþjóðleg verðlaun. 

Myndin var valin besta myndin bæði á Festival MIX sem fór fram í Mílanó dagana 15.-.18. júní,  á FIRE!! hátíðinni sem fór fram dagana 8. - 18. júní í Barcelona og á Cinema in Sneakers Festival sem fór fram í Varsjá dagana 31.-maí - 11. júní.

Eins hlutu Baldur Einarsson og Blær Hikriksson verðlaun fyrir leik sinn á Art Film Fest Košice  sem fór fram í Slóvaíku dagana 16. -24. júní.