Um KMÍ
Á döfinni

12.6.2017

Hjartasteinn og Sundáhrifin unnu til verðlauna á TIFF

Hjartasteinn vann til tveggja verðlauna á Transilvania International Film Festival sem fór fram í Cluj-Napoca um helgina. 

Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri myndarinnar, hlaut verðlaun fyrir leikstjórn sína auk þess sem myndin hlaut áhorfendaverðlaun hátíðarinnar. 
Hjartasteinn hefur verið á sigurför um heiminn síðan hún var frumsýnd en kvikmyndin hefur alls hlotið 33. alþjóðleg verðlaun. 

Guðmundur Arnar var viðstaddur hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku eins og sjá má á myndunum hér að ofan.

Auk verðlaunanna í Transilvaniu um helgina hlaut myndin The Europe Award sem besta evrópska frumraunin á Zlín Film Festival í Tékklandi í byrjun júní. 

Kvikmynd Sólveigar Anspach, Sundáhrifin, hlaut The Young Francophone Jury Prize á TIFF. Um er að ræða verðlaun sem eru veitt af TV5 Monde, RFI Romania og The French Institute.