Um KMÍ
Á döfinni

18.9.2024

Hlutur kvenna í evrópskri kvikmyndagerð aðeins aukist um 5% síðan 2015

European Audiovisual Observatory hefur gefið út nýja skýrslu um hlutfall kvenna sem starfa við kvikmyndagerð í Evrópu (leikstjórar, handritshöfundar, framleiðendur, kvikmyndatökumenn og tónskáld). 

Rannsóknin nær til 27 aðildarríkja Evrópusambandsins auk Albaníu, Armeníu, Bosníu og Hersegóvínu, Georgíu, Íslands, Liechtenstein, Svartfjallalands, Norður-Makedóníu, Moldóvu, Noregs, Sviss, Tyrklands og Bretlands

Meðal þess helsta sem kemur fram í skýrslunni er að hlutfall kvenna í kvikmyndagerð hafi vaxið hægt 2015-2023, eða úr 19% í 24%. Árin 2019-2023 voru um 30% framleiðenda, klippara og handritshöfunda konur, 25% leikstjóra, 12% kvikmyndatökumanna og 10% tónskálda. 

Í skýrslunni segir að lágt hlutfall kvenna ráðist af ýmsum samverkandi þáttum, svo sem lágu hlutfalli af starfandi fagfólki í kvikmyndagerð:

Færri verkefnum (nema þegar kemur að klippingu):

Og konur deili frekar verkefnum með öðrum en karlar (utan handritshöfunda og framleiðenda):

Skýrsluna má nálgast á vef European Audiovisual Laboratory.