Um KMÍ
Á döfinni

28.6.2024

Hlynur Pálmason hlýtur hæsta mögulega styrk Eurimages

Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Á landi og sjó, hlýtur 500.000 evrur í annarri úthlutun Eurimages-sjóðsins á þessu ári. Þetta er hæsti möguleigi styrkur sem sjóðurinn veitir. Myndin er framleidd af Snowglobe (Danmörk), STILL VIVID (Ísland) og Maneki Films (Frakkland).

Á landi og sjó gerist við upphaf aldamóta 1900 og fjallar um fjölskyldu sem breytir húsi sínu í fleka til þess að sigla yfir hafið í leit að betra heimili. Síðasta mynd hans, Volaða land, var heimsfrumsýnd í Un Certain Regard á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2022 og var framlag Íslands til Óskarsverðlauna.

All hljóta 31 verkefni styrk að þessu sinni:

  • Bells Of Kabul (Fr-Ger-Bel) dir. Chabname Zariab - €390,000
  • Blue Flower (Can-Bul) dir. Genevieve Dulude-De Celles - €420,000
  • Dust (Bel-Gr-Pol) dir. Anke Blonde - €400,000
  • Fatna, A Woman Named Rachid (Fr-Mor-Bel) dir. Helene Harder
  • Gabin, a Youth in the Backland (Fr-Ger-Switz) dir. Maxence Voiseux - €200,000
  • Hatixhe And Shaban (Ger-Kos-Alb-Slovenia) dir. Visar Morina - €160,000
  • Imago (Fr-Bel) dir. Deni Oumar Pitsaev - €150,000
  • In Alaska (Neth-Can) dir. Jaap van Heusden - €468,000
  • Jim Queen (Fr-Bel) dirs. Marco Nguyen, Nicolas Athane - €223,000
  • Kartli (Fr-Geo) dirs. Tamar Kalandadze, Julien Pebrel - €60,000
  • Kika (Bel-Fr) dir. Alexe Poukine - €200,000
  • La Baleine (Fr-Bel-Sp) dir. Sylvere Petit - €200,000
  • Moon Diary (Bel-Sp-Neth) dir. Vanessa Del Campo - €90,000
  • Olivia And The Invisible Earthquake (Sp-Fr-Bel) dir. Irene Iborra - €500,000
  • On Land And Sea (Den-Ice-Fr) dir. Hlynur Palmason - €500,000
  • One Year Of School (It-Fr) dir. Laura Samani - €500,000
  • Our Girls (Neth-Austria-Bel) dir. Make van Diem - €400,000
  • Permanent Being (Neth-Sp) dir. Juan Palacios - €50,000
  • Salvation (Tur-Neth-Gr) dir. Emin Alper - €250,000
  • Save The Dead (Fr-Arm) dir. Tamara Stepanyan - €450,000
  • Sevda (Switz-Bel) dir. Ufuk Emiroglu - €360,000
  • Sjap & King (Neth-Bel) dir. Mascha Halberstad - €400,000
  • The Young Mothers' Home (Bel-Fr) dirs. Jean-Pierre Dardenne, Luc Dardenne - €400,000
  • Three Sisters (Austria-Fr-Ger) dir. Massoud Bakhshi - €97,000
  • Tiger Martindale's Survival Experts (Lat-Lith) dir. Pavels Gumennikovs - €228,000
  • To The Victory! (Ukr-Lith) dir. Valentyn Vasyanovych - €70,000
  • Valeska (Ger-Austria) dir. Jakob Moritz Erwa - €319,000
  • Volcano (Neth-Bel) dir. Mees Peijnenburg - €150,000
  • Wolf Grrrls! (Sp-Bel) dir. Claudia Estrada Tarasco - €500,000
  • Yes (Fr-Ger-Isr) dir. Nadav Lapid - €370,000


Eurimages er sjóður sem starfar á vegum Evrópuráðsins og veitir styrki til samframleiðslu evrópskra kvikmynda og heimildamynda í fullri lengd. Ísland hefur verið þátttakandi í sjóðnum síðan 1992 og hafa fjölmargar íslenskar kvikmyndir hlotið styrki úr sjóðnum.

Kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot, sem var nýverið opnunarmynd Un Certain Regard á kvikmyndahátíðinni í Cannes, hlaut styrk frá sjóðnum árið 2023 upp á 150.000 evrur.