Um KMÍ
Á döfinni

25.4.2025

Hlynur Pálmason kynnir væntanlegt kvikmyndaverk á Investors Circle í Cannes

Hlyni Pálmasyni hefur verið boðið að kynna næsta kvikmyndaverkefni sitt á Investors Circle á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2025. Vettvangurinn veitir einkafjárfestum tækifæri til að kynna sér metnaðarfull kvikmyndaverk á fyrstu stigum fjármögnunar.

Hlynur er á meðal tíu leikstjóra frá átta löndum sem kynna verkefnin sín þar. Meðal annarra leikstjóra má nefna Sebastián Lelio, Lukas Dhont, Eliza Hittman og Jasmila Žbanić. Nýjasta kvikmynd Hlyns, Ástin sem eftir er, verður sýnd í aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Verðlaunamynd Hlyns, Volaða land, var einnig heimsfrumsýnd í aðaldagskrá hátíðarinnar 2022.

Í kynningu Investors Circle segir að framleiðslukostnaður verkefnanna spanni frá 3 milljónum til yfir 9 milljónir evra, sem endurspegli bæði listrænan metnað þeirra og möguleika á alþjóðlegum markaði.