Um KMÍ
Á döfinni

17.12.2024

Ingibjörg Halldórsdóttir nýr ráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð

Ingibjörg Halldórsdóttir hefur verið ráðin sem ráðgjafi heimildamynda hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Ingibjörg hefur reynslu af bæði stjórnun og listrænni stjórnun kvikmyndahátíða. Hún er einn stofnenda alþjóðlegu heimildamyndahátíðarinnar IceDocs á Akranesi og var stjórnandi hennar frá 2018-2024. 

Ingibjörg hefur sinnt ráðgjöf á vinnustofum og setið í dómnefndum heimildamyndahátíða. Hún er einnig einn stofnenda alþjóðlega sölu og dreifingarfyrirtækisins Open Kitchen Films sem er með aðsetur í Marseille. 

Ljósmynd: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir