Um KMÍ
Á döfinni

22.9.2025

Ingvar E. Sigurðsson hlýtur verðlaun á Spáni

Ingvar E. Sigurðsson hlaut um helgina sérstök dómnefnadarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátiðinni Courts Circuit 66, sem er haldin í Pýreneafjöllunum á Spáni ár hvert. 

Verðlaunin hlýtur Ingvar fyrir hlutverk sitt í stuttmyndinni O (hringur). Myndin er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. 

O (hringur) hefur hlotið allst 17 alþjóðleg verðlaun síðan hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum haustið 2024. Hún er í forvali tl Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025 sem og í forval til Óskarsverðlaunanna 2026.

Rúnar Rúnarssonar er leikstjóri myndarinnar og framleiðandi er Heather Millard.

Ljósmynd, frá frumsýningu myndarinnar í Feneyjum 2024: Kjartan Sveinsson, Heather Millard, Ingvar Sigurðsson, Edda Arnljótsdóttir, Rúnar Rúnarsson, Claudia Hausfeld.