Um KMÍ
Á döfinni

15.8.2022

Heimildamyndin Innocence heimsfrumsýnd í Feneyjum

Heimildamyndin Innocence, eftir ísraelska kvikmyndagerðarmanninn Guy Davidi, verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, sem fer fram 31. ágúst-10. september.

Innocence fjallar um ísraelsk ungmenni sem þvinguð eru til að gegna herskyldu. Myndin byggist á 10 ára rannsóknarvinnu leikstjórans og varpar ljósi á samfélagslegar og persónulegar fórnir sem hervæðing hefur í för með sér.

Snorri Hallgrímsson, tónskáld, gerir tónlist myndarinnar. 

Meðframleiðandi Innocence er Margrét Jónasdóttir hjá Sagafilm og styrkti Kvikmyndamiðstöð Íslands framleiðslu hennar. Aðalframleiðandi er Sigrid Jonsson Dyekjær hjá Danish Documentary Production.