Um KMÍ
Á döfinni

11.9.2023

Isabelle Huppert, Vicky Krieps og Luca Guadagnino heiðursgestir RIFF 2023

Stórleikkonurnar Isabelle Huppert og Vicky Krieps, ásamt leikstjóranum víðkunna Luca Guadagnino verða heiðursgestir RIFF, alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, í ár. 

Frakkland er í sérstökum brennidepli á RIFF í ár og því einkar viðeigandi að Isabelle Huppert, stórstjarna í franskri kvikmyndagerð, verði meðal gesta. Vicky Krieps hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Hún hlaut verðlaun sem besta leikkonan á evrópsku kvikmyndaverðlaununum, sem afhent voru í Reykjavík í desember, fyrir hlutverk sitt í Corsage eftir Marie Kreutzer. Luca Guadagnino er meðal annars þekktur fyrir kvikmyndina Óskarsverðlaunamyndina Call Me By Your Name.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veitir þeim heiðursviðurkenningar fyrir framúrskarandi listfengi og framlags þeirra til kvikmyndagerðarlistarinnar.

RIFF stendur yfir frá 28. september - 8. október .