Um KMÍ
Á döfinni

4.11.2024

Guðrún Edda valin á ACE Series Special 6

Guðrún Edda Þórhannesdóttir framleiðandi sjónvarpsþáttaraðarinnar CLIMATE er ein af 18 alþjóðlegum framleiðendum sem valdir voru til þátttöku í ACE Series Special 6 sem fer fram í Madrid á Spáni nú í nóvember. Vinnusmiðjan er fyrir reynda framleiðendur sem vilja gera sjónvarpsþáttaraðir fyrir alþjóðlegan markað.

Climate er leikin sjónvarpsþáttaröð sem er skrifuð er af Gísla Rafni Ólafssyni og Axel Ólafi Þórhannessyni

Climate fjallar um hamfaraflóð í Kigali í Rúanda. Nelly Kofoa, fyrsti kvenleiðtogi Rúanda, þarf að takast á við hamfarirnar í Kigali ásamt því að berjast við pólitíska andstæðinga og svik. Í örvæntingu leitar Nelly til vinkonu sinnar Lísu Möller, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands og núverandi yfirmann samhæfingarstofnunar í mannúðarmálum hjá Sameinuðu Þjóðunum. Lísa sendir sérstakt hamfarstjórnunarteymi til Rúanda undir forystu Ngabo Mukasa, manns sem sem missti fjölskyldu sína í þjóðarmorðunum í Rúanda 1994. Á meðan berst Rosa Kafhoa, ung baráttukona og dóttir forsætisráðherrans, fyrir aðgerðum gegn loftslagsvánni og vekur athygli á afleiðingum aðgerðaleysis sem vekur reiði meðal almennings. Nelly, forseti, heygir ein baráttu gegn svikum og auknum pólitískum þrýstingi á meðan hún áræðir að bjarga þjóð sinni og tryggja forsetatíð sína og þar með afhjúpa hversu brothætt valdakerfi heimsins eru.

Þættirnir beina sjónum sínum að loftslagsvánni á heimsvísu. Þeir flétta saman kynjamisrétti og mikilvægi kvenleiðtoga í þróunarlöndum, auk kynslóðabundinnar ábyrgðar og nauðsynlegra aðgerða til sjálfbærrar framtíðar. Þættirnir kanna einnig pólitískar hliðar loftslagsmála á heimsvísu og þar með ábyrgð fyrirtækja og ríkisstjórna.

Axel Ólafur Þórhannesson og Gísli Rafn Ólafsson.

Gísli Rafn, annar höfundur þáttaraðarinnar, nú þingmaður á Íslandi og rithöfundur hefur helgað stóran hluta stafsferlis síns alþjóðlegri mannúðaraðstoð. Gísli hefur yfir 25 ára reynslu á sviði hamfarastjórnunar og var meðlimur í United Nations Disaster Assessment and Coordination Team (UNDAC) á sviði neyðarstjórnunar og samhæfingar. Gísli bjó einnig og starfaði í Rúanda í tvö og hálft ár fyrir alþjóðasamtökin NetHope og því er Rúanda sögusvið fyrstu þáttaraðarinnar af CLIMATE.