Um KMÍ
Á döfinni

13.10.2021

Íslenskar kvikmyndir á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck

Fjöldi íslenskra kvikmynda verða sýndar á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck í Þýskalandi, sem fara fram dagana 3. - 7. nóvember næstkomandi. Opnunarmynd hátíðarinnar er Leynilögga eftir Hannes Þór Halldórsson.

Til viðbótar við Leynilöggu eru kvikmyndirnar Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson og hin norræna samframleiðsla Margrét fyrsta eftir Charlotte Sieling sýndar í kvikmyndahluta hátíðarinnar. Kvikmyndin Birta undir leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar verður sýnd í barna- og ungmennahluta hátíðarinnar.

Eggið eftir Hauk Björgvinsson verður sýnd stuttmyndahluta hátíðarinnar og hin sænsk/íslenska/finnska Prejudice and Pride í heimildamyndahlutanum. Í flokki leikinna sjónvarpsþáttaraða verða sýndir þættir úr sjónvarpsþáttaröðunum  Vegferð eftir Baldvin Z og Verbúð, leikstjórar eru Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og María Reyndal. Þar til viðbótar verður einnig sýnd norska þáttaröðin Velkommen til Utmark sem Dagur Kári leikstýrir.  

Þá verður heimildamyndin Rokk í Reykjavík sýnd í flokknum rectrospective. Flokkurinn ber yfirskriftina Sing a Song! og sýnir kvikmyndir tengdar söngleikjum og tónlist.  

Dagskrá Norrænna kvikmyndadaga í heild sinni má finna hér