Um KMÍ
Á döfinni

6.11.2025

Íslenskar kvikmyndir á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck

Norrænir kvikmyndadagar fara fram í Lübeck í Þýskalandi í 5.-9. nóvember. Þetta er í 67. sinn sem hátíðin er haldin. 

Fimm íslensk kvikmyndaverk verða sýnd á hátíðinni í ár.

Það eru leikna kvikmyndin Ástin sem eftir er, í leikstjórn Hlyns Pálmasonar, heimildamyndirnar Jörðin undir fótum okkar, í leikstjórn Yrsu Roca Fannberg, og Strengur, í leikstjórn Göggu Jónsdóttur. Stuttmynd Rúnar Inga Einarssonar, Merki, verður einnig sýnd á hátíðinni. Þá verður kvikmyndin Sóley (1982), í leikstjórn Rósku og Manrico Pavolettoni, sýnd í Retrospective-hluta hátíðarinnar, sem fer fram í samstarfi við Kvikmyndasöfn á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum. 

Norrænir kvikmyndadagar í Lübeck hafa löngum verið ein stærsta hátíð helguð kvikmyndagerð Norðurlanda.