Á döfinni
Íslenskur teiknimyndafókus á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Mumbai
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Mumbai fer fram dagana 29. maí - 4. júní á Indlandi. Þar verða fjórar stuttmyndir sýndar sem sérstakur íslenskur fókus tileinkaður íslenskum teiknmyndum.
Fókusinn ber heitið Icelandic animation og verða myndirnar sýndar á hátíðinni þann 1. júní næstkomandi. Stuttmyndirnar fjórar eru eftirfarandi:
Já-fólkið, 2020, leikstj. Gísli Darri Halldórsson
Eldhús eftir máli, 2020, leikstj. Atli Arnarsson, Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir
The Pride of Strathmoor, 2014, leikstj. Einar Baldvin
Anna og skapsveiflurnar, 2007, leikstj. Gunnar Karlsson.
Allar nánari upplýsingar um alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Mumbai má finna á heimasíðu hátíðarinnar.