Jörðin undir fótum okkar vinnur verðlaun á einni virtustu heimildamyndahátíð Asíu
Jörðin undir fótum okkar vann Grand Jury Prize á DMZ International Documentary Film Festival, einni virtustu heimildamyndahátíð í Asíu. Yrsa Roca Fannberg, leikstjóri myndarinnar, tók við verðlaununum í Suður-Kóreu í gær.
Í umsögn dómnefndar segir:
„Með fallegri og næmri kvikmyndatöku fylgir myndin eftir daglegu lífi aldraðra á síðasta skeiði lífsins á umhyggjusaman, hlýlegan og virðulegan hátt. Hún minnir okkur á að lífið er hverfult og dauðinn óumflýjanlegur. Í heimi, sem verður sífellt sundraðri og ofbeldisfyllri, er myndin mótefni sem sýnir okkur mikilvægi þess að sýna umhyggju og kærleika.“
https://vimeo.com/1054468157?fl=pl&fe=vl
Jörðin undir fótum okkar verður frumsýnd á Íslandi 2. október á RIFF, alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, þar sem hún keppir um verðlaun í flokki Vitrana / New Visions.
Myndin fer í almennar sýningar í Bíó Paradís 6. október