Um KMÍ
Á döfinni

10.1.2020

Kristín Júlla Kristjánsdóttir tilnefnd til Robert verðlaunanna fyrir Goðheima

Kristín Júlla Kristjánsdóttir hefur verið tilnefnd til Robert verðlaunanna, verðlaunaafhendingu Dönsku kvikmyndaakademíunnar, fyrir besta gervi/förðun í hinni dönsku/íslensku kvikmynd Goðheimar eftir Fenar Ahmad. Kristín er tilnefnd ásamt Salla Yli-Luopa og verðlaunaafhendingin fer fram þann 26. janúar næstkomandi. 

Goðheimar er tilnefnd til alls 5 Robert verðlauna. Til viðbótar við gervi/förðun ársins er hún tilnefnd sem barna og unglingamynd ársins, fyrir kvikmyndatöku ársins, leikmynd ársins og tæknibrellur ársins. 

Myndin var frumsýnd hér á landi með íslensku tali í október á síðasta ári, en Grímar Jónsson hjá Netop films er meðframleiðandi myndarinnar. Goðheimar er fantasíu- og ævintýramynd sem byggir á samnefndum teiknimyndasögum og Norrænni goðafræði. Víkingabörnin Röskva og Þjálfi koma í Goðheima með þrumuguðinum Þór og Loka hinum lævísa. Goðheimar eru að hruni komnir og eingöngu krakkarnir geta komið til bjargar.