Um KMÍ
Á döfinni

1.9.2023

Kuldi frumsýnd á Íslandi

Kvikmyndin Kuldi í leikstjórn Erlings Thoroddsen er frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum í dag, 1. september.

Myndin byggist á samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. 

https://www.youtube.com/watch?v=9v0b3felm5Q

Þegar Óðinn byrjar að rannsaka áratuga gömul dauðsföll á unglingaheimili, fer hann að gruna að óhugnalegir atburðir þaðan tengist dularfullu sjálfsmorði eiginkonu hans – sem og skringilegri hegðun táningsdóttur hans.

Erlingur Thoroddsen skrifar einnig handrit myndarinnar. Með helstu hlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólöf Halla Jóhannesdóttir, Elín Hall, Selma Björnsdóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Mikael Kaaber, Björn Stefánsson, Álfrún Örnólfsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Stefán Jónsson og Baldur Björn Arnarsson.

Framleiðendur myndarinnar eru Heather Millard og Sigurjón Sighvatsson, hjá Compass Films og Eyjafjallajökull Entertainment. Meðframleiðandi er Elisa Heene hjá Mirage Film.