Um KMÍ
Á döfinni

1.10.2024

Kvikmyndamiðstöð Íslands og Les Arcs óska eftir umsóknum

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Les Arcs stendur fyrir íslenskum kvikmyndafókus í desember 2024,14.-21. desember 2024.

Les Arcs-hátíðin og Kvikmyndamiðstöð Íslands vilja af því tilefni bjóða 3-5 framleiðendum til að sækja hátíðina, þar sem þeim gefst einstakt tækifæri til að styrkja tengslanet sitt og kanna möguleika á samframleiðslu.

Innifalið í þátttöku er eftirfarandi:

• Þrjár nætur á hóteli á skíðasvæði Les Arcs.
• Aðgangur að fundum, kynningu á verkum í vinnslu, ráðstefnum, hádegisverðum og kokteilboðum, opnunar- og lokaathöfn.
• 1 dags skíðapassi ásamt sérkjörum á skíðaleigu.
• Ferðakostnaður er á ábyrgð þátttakenda, en far með flugrútu milli flugvallar eða lestarstöðvar er innifalið (14. og 17. desember).

Hvernig á að sækja um:

Umsóknir skulu berast fyrir 12. október til martin.schluter@kvikmyndamidstod.is með „Iceland focus / Les Arcs 2024“ í efni tölvupóstsins.

Sendu stuttan texta um fyrirtækið þitt, þátttöku í evrópskri kvikmyndagerð og gerðu grein fyrir ástæðu umsóknar.

Hafðu hugfast að sótt er um án verkefnis, þar sem megintilgangur þátttöku er að styrkja tengslanet og kanna möguleika á samframleiðslu.

Ef þú hefur þegar sótt um í Coproduction Village eða WIP-hluta hátíðarinnar, þá geturðu samt sótt um þátttöku í gegnum Kvikmyndamiðstöð Íslands meðan beðið er eftir niðurstöðu.

Frekari upplýsingar um Les Arcs má finna á vef hátíðarinnar.