Um KMÍ
Á döfinni

15.6.2022

Handritsstyrkir hækkaðir

Frá og með 1. júní 2022 hækkar viðmiðunarfjárhæð handritsstyrkja. Um er að ræða hækkun sem ætlað er að koma til móts við verðlagsþróun frá síðustu breytingu á styrkfjárhæðum.

Fyrsti hluti handritsstyrkja nam fyrir hækkun 500.000 kr., annar hluti 900.000 kr. og sá þriðji nam 1,2 milljónum króna. Eftir hækkun munu þessar fjárhæðir hækka í 600 þ.kr. fyrir fyrsta hluta, 1 m.kr. fyrir annan hluta og 1,4 m.kr. fyrir þann þriðja (fjárhæðir annars og þriðja hluta víxlast í tilviki handritsstyrkja til leikins sjónvarpsefnis).

Fyrir heimildamyndir er einvörðungu veittur fyrsti hluti handritsstyrks sem hækkar þá í 600 þ.kr.

Fjárhæð allra þriggja styrkhlutanna hækkar því úr 2,6 milljónum kr. í 3 milljónir kr., eða um ríflega 15%.

Breytingin tekur gildi fyrir allar styrkveitingar þar sem umsóknir berast eftir 1. júní 2022.