Kvikmyndamiðstöð óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa
Kvikmyndamiðstöð Íslands óskar eftir að ráða fjölhæfan, áreiðanlegan og drífandi einstakling á skrifstofu miðstöðvarinnar í Reykjavík. Þjónustufulltrúi sinnir fjölbreyttum verkefnum m.a. móttöku gesta, skipulagningu viðburða, skjalavistun, bókhaldsverkefnum og vefumsjón. Í starfinu reynir á samskiptafærni og skipulögð vinnubrögð.
Um staðbundið starf er að ræða en Kvikmyndamiðstöð Íslands er staðsett á Hverfisgötu 54 í Reykjavík. Opnunartími miðstöðvarinnar er frá 9-12 og 13-16 alla virka daga nema á föstudögum en þá er opið frá 9-12.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðvera á opnunartíma skrifstofunnar, móttaka gesta, símsvörun og úrvinnsla erinda.
- Skjalavarsla og ábyrgð á skráningum mála í málsmeðferðarkerfi.
- Þátttaka í bókhalds- og uppgjörsverkefnum.
- Aðstoð við úrvinnslu gagna varðandi kvikmyndamál, skráningu þeirra og birtingu upplýsinga á vef og samfélagsmiðlum miðstöðvarinnar.
- Þátttaka í mótun verklagsreglna, kortlagningu ferla og þróun gæðamála.
- Skipulagning viðburða á vegum miðstöðvarinnar, t.d. fyrir vinnustofur og námskeið.
- Ritun fundargerða.
- Ýmis önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
- Reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur.
- Framúrskarandi samskiptahæfni, sveigjanleiki, jákvæðni og þjónustulund.
- Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
- Góð almenn tölvukunnátta og reynsla af Office365 umhverfinu. Reynsla af skjalavistunarkerfum og/eða vefumsjónarkerfum er kostur.
- Geta til að vinna með gögn og miðla upplýsingum á aðgengilegan hátt.
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
Kvikmyndamiðstöð Íslands gegnir lykilhlutverki í íslenskum kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði með því að veita fjármagni til framleiðslu íslenskra kvikmynda og sjónvarpsverka, kynna íslenskar kvikmyndir á alþjóðlegum vettvangi og styðja við kvikmyndamenningu á Íslandi með margskonar hætti.
Á miðstöðinni starfar þéttur hópur starfsmanna sem hefur metnað fyrir íslenskri kvikmyndagerð. Kvikmyndamiðstöð Íslands leggur áherslu á lifandi og skemmtilegt starfsumhverfi með möguleika á aðkomu að fjölbreyttum og spennandi verkefnum tengdum stuðningi við kvikmyndir.
Þjónustufulltrúi heyrir undir fjármála- og rekstrarstjóra. Um fullt starf er að ræða.
Sótt er um starfið gegnum heimasíðu Vinnvinn.
Við hvetjum öll áhugasöm, óháð kyni og uppruna, til að sækja um.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsjón með starfinu hafa Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is) og Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is).