Á döfinni
Kvikmyndasjóður fái 250 milljón króna viðbótarframlag 2023
Samkvæmt fréttatilkynningu Menningar- og viðskiptaráðuneytis má vænta þess, við 2. umræðu fjárlagafrumvarps að lagt verði til að 100 milljónir króna verði lagðar til Kvikmyndasjóðs, auk þess sem menningar- og viðskiptaráðuneytið mun leggja fram 150 milljón króna viðbótarframlag.
„Árið 2023 fær Kvikmyndasjóður því 1328,9 milljónir króna til að standa undir fjármögnun verkefna sem þegar hafa hlotið vilyrði eða sjóðurinn er skuldbundinn með samningi.“
Viðbótarframlagið á næsta ári kæmi til móts við Kvikmyndasjóð vegna breytinga á fjármálaáætlun sumarið 2022.
Fréttatilkynningu í heild sinni má lesa á vef Stjórnarráðs Íslands .