Um KMÍ
Á döfinni

19.1.2022

Kvikmyndin Against the Ice frumsýnd á Berlinale Special Gala

Kvikmyndin Against the Ice eftir Peter Flinth, verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín í flokknum Berlinale Special Gala. Hátíðin fer fram dagana 10. – 20. febrúar.

Baltasar Kormákur og RVK Studios framleiddu myndina fyrir Netflix, í sam­starfi við Nikola­j Coster-Waldau. Myndin er byggð á sann­sögu­legum at­burðum um þrek­raun tveggja pól­fara sem urðu inn­lyksa á Græn­landi um langt skeið snemma á 20.öldinni.

Myndin var að stærstum hluta unnin hér á landi og með aðal­hlut­verk fara Nikola­j Coster-Waldau og Joe Cole. Með önnur hlut­verk fara m.a. Charles Dance, Heiða Rún Sigurðar­dóttir og Gísli Örn Garðars­son. Kjartan Kjartansson sá um hljóðhönnun og Volker Bertelmann um tónlist. Tónlistin var flutt af SinfoniaNord og tekin upp í Hofi á Akureyri, ásamt kammerkórnum Hymnodia. Þá var eftirvinnslaar myndarinn alfarið unnin á Íslandi í samvinnu við Trickshot.

Allar nánari upplýsingar um Berlinale kvikmyndahátíðina má finna á heimasíðu hátíðarinnar