Kvikmyndin Fjallið frumsýnd
Fjallið, kvikmynd í leikstjórn Ásthildar Kjartansdóttur, verður frumsýnd fimmtudaginn 6. febrúar.
Myndin segir frá rafvirkjanum Atla sem býr með konu sinni Maríu, stjörnufræðingi og nítján ára gamalli dóttur þeirra, tónlistarkonunni Önnu, í Hafnarfirði. María undirbýr ferð inn á hálendið með fjölskyldunni til að ná ljósmynd af halastjörnu sem hún telur sig hafa uppgötvað. Þegar að ferðinni kemur hafa Atli og Anna lofað sig annað og komast ekki með. Það er afdrífarík breyting sem beinir lífi þeirra inn á nýjan sporbaug.
https://www.youtube.com/watch?v=Q_q8gZEZ8Qg
Með aðalhlutverk fara Björn Hlynur Haraldsson, Ísadóra Bjarkardóttir Barney og Sólveig Guðmundsdóttir. Ásthildur Kjartansdóttir skrifar handrit myndarinnar. Framleiðandi er Anna G. Magnúsdóttir, hjá Film Partner Iceland.