Um KMÍ
Á döfinni

23.3.2022

It Hatched vinnur til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Midwest Weirdfest

Kvikmyndin It Hatched undir leikstjórn Elvars Gunnarssonar vann til verðlauna sem besta alþjóðlega kvikmyndin á kvikmyndahátíðinni Midwest Weirdfest. Hátíðin fór fram dagana 4. - 6. mars í Wisconsin í Bandaríkjunum.

It Hatched - trailer

It Hatched var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Austin í október á síðasta ári og fjallar um Pétur og Miru sem flytja frá erilsamri stórborg í Bandaríkjunum á afskekktan stað á Vestfjörðum í leit að frið og ró. Áform þeirra raskast þó þegar forn vættur gerir vart við sig undir kjallara hússins og Mira verpir eggi.

Með aðalhlutverk í myndinni fara Gunnar Kristinsson og Vivian Ólafsdóttir en önnur burðarhlutverk voru í höndum Þórs Túliníusar, Halldóru Geirharðsdóttur, Magnúsar "Móra" Ómarssonar, Björns Jörundar og Halldórs Gylfasonar. Myndin var framleidd af Hero Productions.

Nánari upplýsingar um Midwest Weirdfest má finna á heimasíðu hátíðarinnar.