Um KMÍ
Á döfinni

19.5.2022

Leynilögga seld til Norður-Ameríku og frönskumælandi svæða

Kvikmyndin Leynilögga, eftir Hannes Þór Halldórsson, hefur verið seld til sýninga í kvikmyndahúsum og á VOD-leigum í Norður-Ameríku og á frönskumælandi svæðum. Variety greinir frá þessu

Það er dreififyrirtækið Epic Pictures sem kaupir réttinn fyrir Norður-Ameríku og Extralucid Films fyrir Frakkland, Mónakó, Luxemborg og frönskumælandi hluta Belgíu og Sviss. Bresk-franska sölufyrirtækið Alief kynnir myndina frekar á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem er nú í gangi.

Þá hefur Leynilögga einnig verið seld til sýninga í Japan, Kóreu, Taívan, Spáni, Bretlandi, Írlandi og á þýskumælandi svæðum.

Leynilögga var heimsfrumsýnd í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinar í Locarno og hefur þaðan af ferðast víða á hátíðum. Myndin er skrifuð af Nínu Petersen, Sverri Þór Sverrissyni og Hannesi Þór og er þetta fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Hannes Þór leikstýrir.