Um KMÍ
Á döfinni

8.11.2021

Leynilögga vinnur til verðlauna á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck

Leynilögga eftir Hannes Þór Halldórsson vann til verðlauna sem besta frumraunin á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck í Þýskalandi sem fór fram dagana 3. - 7. nóvember. Verðlaunin sem bera heitið Prize of the Friends eru veitt af Vinum Norrænna kvikmyndadaga í Lübeck og nemur verðlaunaféð 7,500 evrum.

Leynilögga trailer

Leynilögga er fyrsta leikna kvikmyndin sem Hannes Þór leikstýrir og fjallar myndin um grjótharða ofurlöggu sem er í baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins.

Kvikmyndin er skrifuð af Nínu Petersen, Sverri Þór Sverrissyni og Hannesi Þór Halldórssyni. Myndin er framleidd af Lilju Ósk Snorradóttur fyrir Pegasus Pictures og með aðalhlutverk fara Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Vivian Ólafsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson og Björn Hlynur Haraldsson.