Ljósbrot frumsýnd á Íslandi
Nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot, er frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum í dag, 28. ágúst.
Myndin var opnunarmynd Un Certain Regard á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðasta vor og hefur síðan verið valin til sýninga á mörgum af virtustu kvikmyndahátíðum heims.
Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússíbanareið tilfinninga þar sem mörkin milli hláturs og gráts, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr.
https://www.youtube.com/watch?v=iTWqzppqh8Q
Með aðalhlutverk fara Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum.
Heather Millard, hjá Compass Films, framleiðir myndina ásamt Rúnari. Meðframleiðslufyrirtæki eru hið íslenska Halibut, hollenska Revolver, franska Eaux Vives/Jour2Fête og króatíska MP Film.